Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld 13. ágúst 2005 00:01 Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira