Enn eitt heimsmet Isinbayevu
Rússneska stúlkan Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki þegar hún sigraði á heimsmeistaramótinu í frjálsum - íþróttum í Helsinki í gær. Isinbayeva stökk 5.01 metra og bætti eigið heimsmet sem hún setti fyrir þremur vikum um einn sentimetra. Þetta er 18. heimsmetið sem Isinbayeva setur.