Ákærurnar flóknar og efnismiklar 13. ágúst 2005 00:01 Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira