Sport

Svíar hlógu að Áströlum

Svíar eru gapandi hissa á því að lið eins og Ástralía skuli vera þátttakandi í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta í Túnis. Svíar burstuðu Ástralíu 49-16 í C-riðli en þetta er stærsti sigur Svía á HM frá upphafi og gátu leikmenn Svía ekki annað en hlegið í leikslok. Sænsku landsliðsmennirnir segja að ástralska landsliðið myndi ekki einu sinni spjara sig í 3. deildinni í Svíþjóð. Sænskir fjölmiðlar krefjast þess einfaldlega að liðum eins og Ástralíu, Qatar, Kanada og Japan verði hent út og tekin upp B- og C-keppni í handbolta eins og var á sínum tíma. Engin óvænt úrslit urðu á fyrsta degi HM. Í riðli Íslendinga lögðu Rússar Alsíringa 28-22 og Slóvenar burstuðu Kúveit 34-17. Ísland mætir Slóveníu á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×