Lögreglufréttir 24. janúar 2005 00:01 Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið. Málið er í rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Ölvaðir undir stýri Átta ökumenn voru teknir af lögreglunni í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Nítján voru teknir fyrir of hraðan akstur. Tilkynnt var um 31 umferðaróhapp þar sem tjón varð á eignum til lögreglunnar yfir helgina. Bifreið stolið í Breiðholti Silfurgrárri Nissan Sunny bifreið, árgerð 1989, var stolið fyrir framan Breiðholtssundlaug seinnipart sunnudags. Eigandi bifreiðarinnar hafði brugðið sér í sund með dóttur sinni um sex leytið. Þegar feðginin komu upp úr lauginni, tveimur tímum seinna, var bíllinn horfinn. Lögreglan auglýsir eftir bílnum. Númer hans er JJ 669. Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði. Margítrekuð afskipti Mikil og almenn ölvun virtist vera í öllu umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Lögreglan þurfti margsinnis að hafa afskipti af ölvuðu fólki, bæði á veitingastöðum og í heimahúsum. Á vef lögreglunnar segir að ástandið hafi verið viðvarandi, bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Umdæmi lögreglunnar nær til Garðabæjar og út á Álftanes. Lítið að gera á Selfossi Vikan var róleg hjá lögreglunni á Selfossi. Um 200 verkefni voru skráð hjá lögreglunni, sem segir þau að jafnaði á fjórða hundrað. Hraðakstur á Selfossi Ökumenn þriggja bifreiða voru teknir fyrir of hraðan akstur af lögreglunni á Selfossi í gær. Tveir bílanna mældust á 109 kílómetra hraða en sá þriðji á 112. Allir voru bílarnir utan þéttbýlis, á Eyrarabakkavegi, Þorlákshafnarvegi og Biskupstungnabraut. Óhapp við Torfastaði Bíll rann í hálku á hjólbarða veghefils klukkan tíu í gærmorgun. Varð óhappið á Biskulstungnabraut við Torfastaði. Óverulegar skemmdir urðu á bifreiðinni og engin meiðsl á fólki, samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Fylgst með hraðakstri Hálkulaust er á vegum Húnavatnssýslna. Lögreglan á Blönduósi segir hraðann aukast í umferðinni fyrir vikið. Hún verður því við hraðaeftirlit. Lögreglan á Sauðárkróki segir enn hálku á vegum Skagafjarðar. Umferðaróhapp á Búlandshöfða Stýrisbúnaður bifreiðar eyðilagðist þegar ökumaður keyrði á grjót sem fallið hafði úr hlíðum Búlandshöfða og lent á veginum milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn í bílnum. Skyggni var slæmt þegar óhappið varð. Bifreiðin var dregin burt með kranabíl.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira