Órofa tengsl 24. janúar 2005 00:01 Verkalýðshreyfingin hefur tengst velflestum stjórnmálaflokkum nánum böndum í gegnum tíðina þótt slaknað hafi á tengslunum á síðustu árum. Forystumenn verkalýðsfélaga sátu iðulega á þingi fyrir vinstri flokkana en jafnframt var samband Sjálfstæðisflokksins við ýmis samtök launþega allnáið. Þingmenn Dagsbrúnar Náin tengsl stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfinga á Íslandi eru ekki ný af nálinni. Þegar Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 var um leið settur á fót pólitískur armur þess, Alþýðuflokkurinn. Þessi samtök "voru frá upphafi sósíalísk og vinstrisinnuð samtök sem kröfðust þess að ríkisvaldið beitti sér af fullum þunga í þágu alþýðufólks gegn eignastéttunum sem samtökin töldu arðræna þá sem ekki höfðu tekjur af öðru en vinnu sinni," eins og segir í bókinni Ísland í aldanna rás. Ekki var skorið á þessi formlegu tengsl fyrr en árið 1942. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að þá hafi sósíalistar verið farnir að sækja allfast að Alþýðuflokknum en Héðinn Valdimarsson hafði ásamt kommúnistum stofnað Sameiningarflokk Alþýðu - Sósíalistaflokkinn fjórum árum áður. "Héðinn er symból fyrir verkalýðinn, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og varaformaður Alþýðuflokksins." Eins og búast mátti við snarjukust áhrif sósíalista í Dagsbrún við þetta og þau haldast í næstu áratugi á eftir. Þannig áttu formenn Dagsbrúnar lengi tryggt þingsæti fyrir Sósíalistaflokksinn og síðar Alþýðubandalagið, til dæmis þeir Sigurður Guðnason, Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Hannibal Valdimarsson var annar lykilmaður í þessum efnum. Hann var forseti Alþýðusambandsins og formaður þriggja stjórnmálaflokka á sinni tíð, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Eftirmaður hans hjá Alþýðusambandinu, Björn Jónsson, sat á þingi fyrir alla þessa flokka. Annar forseti Alþýðusambandsins, Ásmundur Stefánsson, var í framboði fyrir Alþýðubandalagið árið 1987 en komst ekki á þing. Sjálfstæðismenn styrkja tengslin Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá fyrstu tíð lagt sig fram við að hafa áhrif inn í verkalýðshreyfinguna. Á fjórða áratugnum mynduðu sjálfstæðismenn óformlegt bandalag við kommúnista í verkalýðsfélögunum gegn sínum sameiginlega óvini, Alþýðuflokknum. "Þessi nánu tengsl sósíalista og sjálfstæðismanna eru eitt af leyndarmálunum í íslenskri pólitík," segir Svanur. Félög sjálfstæðisverkamanna spruttu upp á þessum tíma, til dæmis Óðinn í Reykjavík sem enn er starfandi. Á sjöunda áratugnum aukast enn áhrif sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni þegar Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) er dæmt inn í Alþýðusambandið en forystumenn þess höfðu barist gegn inngöngu verslunarmanna af pólitískum ástæðum. Sverrir Hermannsson var á þessum tíma formaður LÍV en hann ferðaðist um allt land og stofnaði verslunarmannafélög og komst í krafti þeirrar vinnu á þing árið 1972. Ráðherrar viðreisnarstjórnarinnar með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar tóku á stjórnartíð sinni upp náið samband við forystumenn launþegasamtakanna án milligöngu Alþýðubandalgsins, til dæmis við gerð svonefndra Breiðholtssamninga á árinu 1964. Svanur segir að slíkt hefði þótt óhugsandi nokkrum árum áður og hefði þetta styrkt mjög stöðu Sjálfstæðismanna á þessum vettvangi. Enn eru tengsl Sjálfstæðisflokksins við launþegasamtökin nokkur. Verkalýðsráð hefur alltaf verið starfrækt innan flokksins og það hefur haft launaðan starfsmann á sínum snærum. Síðastliðinn laugardag var Magnús L. Sveinsson kjörinn formaður landsmálafélagsins Varðar en hann var um árabil formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Stjórnir í skjóli verkalýðshreyfingarinnar En hversu mikil áhrif hafa verkalýðshreyfingarnar haft á starf og stefnumótun flokkanna? "Á tímabili voru ríkisstjórnir búnar til og féllu fyrir atbeina verkalýðshreyfingarinnar," segir Svanur Kristjánsson og máli sínu til stuðnings bendir hann á hreyfingin var bakhjarl vinstri stjórnarinnar sem sat á árunum 1956-58 en sú stjórn féll eftir að Alþýðusambandið hafði hafnað hugmyndum hennar í efnahagsmálum. "Forsætisráðherra landsins, Hermann Jónasson, fer á þing Alþýðusambandsins til að biðja sambandið um að gefa eftir kauphækkanir, sambandið neitar og þá segir forsætisráðherrann af sér. Svona var þetta." Á áttunda áratugnum olli það vinstri stjórnunum verulegum erfiðleikum að alþýðubandalagsmenn þurftu að bera allar meiriháttar ákvarðanir undir launþegasamtökin eða verkalýðsmálaráð flokksins og svipað var uppi á teningnum í stjórn Steingríms Hermannssonar sem var við völd á árunum 1988-1991. Rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokknum starfar verkalýðsmálaráð innan Samfylkingarinnar sem hefur talsverð áhrif á stefnumótun flokksins í þessum efnum. Í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar frá árinu 2000 segir: "Í samræmi við stefnu sína hyggst flokkurinn og eiga náið samstarf við verkalýðshreyfinguna og frjáls félagasamtök, og vinna með öðrum". Tengsl Samfylkingarinnar við Alþýðusambandið hafa þó ekki verið eins náin og þau voru á tímum Alþýðubandalagsins. Ekki þarf hins vegar að fjölyrða um tengsl Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við stjórnmálahreyfingar en Ögmundur Jónasson, formaður þess situr á þingi fyrir vinstri-græna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur tengst velflestum stjórnmálaflokkum nánum böndum í gegnum tíðina þótt slaknað hafi á tengslunum á síðustu árum. Forystumenn verkalýðsfélaga sátu iðulega á þingi fyrir vinstri flokkana en jafnframt var samband Sjálfstæðisflokksins við ýmis samtök launþega allnáið. Þingmenn Dagsbrúnar Náin tengsl stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfinga á Íslandi eru ekki ný af nálinni. Þegar Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 var um leið settur á fót pólitískur armur þess, Alþýðuflokkurinn. Þessi samtök "voru frá upphafi sósíalísk og vinstrisinnuð samtök sem kröfðust þess að ríkisvaldið beitti sér af fullum þunga í þágu alþýðufólks gegn eignastéttunum sem samtökin töldu arðræna þá sem ekki höfðu tekjur af öðru en vinnu sinni," eins og segir í bókinni Ísland í aldanna rás. Ekki var skorið á þessi formlegu tengsl fyrr en árið 1942. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að þá hafi sósíalistar verið farnir að sækja allfast að Alþýðuflokknum en Héðinn Valdimarsson hafði ásamt kommúnistum stofnað Sameiningarflokk Alþýðu - Sósíalistaflokkinn fjórum árum áður. "Héðinn er symból fyrir verkalýðinn, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og varaformaður Alþýðuflokksins." Eins og búast mátti við snarjukust áhrif sósíalista í Dagsbrún við þetta og þau haldast í næstu áratugi á eftir. Þannig áttu formenn Dagsbrúnar lengi tryggt þingsæti fyrir Sósíalistaflokksinn og síðar Alþýðubandalagið, til dæmis þeir Sigurður Guðnason, Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Hannibal Valdimarsson var annar lykilmaður í þessum efnum. Hann var forseti Alþýðusambandsins og formaður þriggja stjórnmálaflokka á sinni tíð, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Eftirmaður hans hjá Alþýðusambandinu, Björn Jónsson, sat á þingi fyrir alla þessa flokka. Annar forseti Alþýðusambandsins, Ásmundur Stefánsson, var í framboði fyrir Alþýðubandalagið árið 1987 en komst ekki á þing. Sjálfstæðismenn styrkja tengslin Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá fyrstu tíð lagt sig fram við að hafa áhrif inn í verkalýðshreyfinguna. Á fjórða áratugnum mynduðu sjálfstæðismenn óformlegt bandalag við kommúnista í verkalýðsfélögunum gegn sínum sameiginlega óvini, Alþýðuflokknum. "Þessi nánu tengsl sósíalista og sjálfstæðismanna eru eitt af leyndarmálunum í íslenskri pólitík," segir Svanur. Félög sjálfstæðisverkamanna spruttu upp á þessum tíma, til dæmis Óðinn í Reykjavík sem enn er starfandi. Á sjöunda áratugnum aukast enn áhrif sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni þegar Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) er dæmt inn í Alþýðusambandið en forystumenn þess höfðu barist gegn inngöngu verslunarmanna af pólitískum ástæðum. Sverrir Hermannsson var á þessum tíma formaður LÍV en hann ferðaðist um allt land og stofnaði verslunarmannafélög og komst í krafti þeirrar vinnu á þing árið 1972. Ráðherrar viðreisnarstjórnarinnar með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar tóku á stjórnartíð sinni upp náið samband við forystumenn launþegasamtakanna án milligöngu Alþýðubandalgsins, til dæmis við gerð svonefndra Breiðholtssamninga á árinu 1964. Svanur segir að slíkt hefði þótt óhugsandi nokkrum árum áður og hefði þetta styrkt mjög stöðu Sjálfstæðismanna á þessum vettvangi. Enn eru tengsl Sjálfstæðisflokksins við launþegasamtökin nokkur. Verkalýðsráð hefur alltaf verið starfrækt innan flokksins og það hefur haft launaðan starfsmann á sínum snærum. Síðastliðinn laugardag var Magnús L. Sveinsson kjörinn formaður landsmálafélagsins Varðar en hann var um árabil formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Stjórnir í skjóli verkalýðshreyfingarinnar En hversu mikil áhrif hafa verkalýðshreyfingarnar haft á starf og stefnumótun flokkanna? "Á tímabili voru ríkisstjórnir búnar til og féllu fyrir atbeina verkalýðshreyfingarinnar," segir Svanur Kristjánsson og máli sínu til stuðnings bendir hann á hreyfingin var bakhjarl vinstri stjórnarinnar sem sat á árunum 1956-58 en sú stjórn féll eftir að Alþýðusambandið hafði hafnað hugmyndum hennar í efnahagsmálum. "Forsætisráðherra landsins, Hermann Jónasson, fer á þing Alþýðusambandsins til að biðja sambandið um að gefa eftir kauphækkanir, sambandið neitar og þá segir forsætisráðherrann af sér. Svona var þetta." Á áttunda áratugnum olli það vinstri stjórnunum verulegum erfiðleikum að alþýðubandalagsmenn þurftu að bera allar meiriháttar ákvarðanir undir launþegasamtökin eða verkalýðsmálaráð flokksins og svipað var uppi á teningnum í stjórn Steingríms Hermannssonar sem var við völd á árunum 1988-1991. Rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokknum starfar verkalýðsmálaráð innan Samfylkingarinnar sem hefur talsverð áhrif á stefnumótun flokksins í þessum efnum. Í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar frá árinu 2000 segir: "Í samræmi við stefnu sína hyggst flokkurinn og eiga náið samstarf við verkalýðshreyfinguna og frjáls félagasamtök, og vinna með öðrum". Tengsl Samfylkingarinnar við Alþýðusambandið hafa þó ekki verið eins náin og þau voru á tímum Alþýðubandalagsins. Ekki þarf hins vegar að fjölyrða um tengsl Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við stjórnmálahreyfingar en Ögmundur Jónasson, formaður þess situr á þingi fyrir vinstri-græna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira