Innlent

Von á skýrslu fyrir vikulok

Karl Axelsson, formaður fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, segir vonir standa til þess að nefndin ljúki störfum fyrir lok vikunnar og skili ráðherra skýrslu. Fjölmiðlanefndinni var falið í nóvember síðastliðnum að gera úttekt á íslenskum fjölmiðlamarkaði og, ef þörf væri á, að koma með tillögur að lagaumhverfi í því sambandi. Karl Axleson, formaður nefndarinnar, segir að meðal þess sem nefndin hafi skoðað sé eignarhald á fjölmiðlum, staða Ríkisútvarpsins og stafrænt umhverfi á markaðnum í náinni framtíð, en hann vill ekkert gefa upp um tillögur sem þegar liggja fyrir. Þá hefur fjölmiðlanefndin einnig fjallað um samruna Símans og Skjás eins og Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla. Karl segir vonir standa til þess að nefndin ljúki störfum í þessari viku og skili ráðherra skýrslu fyrir lok vikunnar. Eftir að menntamálaráðherra fær skýrsluna afhenta verður hún væntanlega kynnt á Alþingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×