Mælt með takmörkun á eignaraðild 6. apríl 2005 00:01 Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra mun hittast í síðasta sinn í dag og leggja lokahönd á skýrslu um fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Í skýrslunni koma fram tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Eignarhald miðist við fjórðung Nefndin hefur lokið við útfærslu á öllum atriðum nema þeim sem varða takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun nást þverpólitísk samstaða um að leggja það til að enginn einstaklingur eða fyrirtæki megi eiga meira en 25 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtæki sem náð hefur tiltekinni markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve stóra markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á fundi nefndarinnar í dag. Engin takmörkun verður því á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Þá er lagt til að lög um takmarkanir á eignarhaldi muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Heyrst hefur innan Samfylkingarinnar að almennt hafi verið vilji fyrir því að setja engin takmörk á eignarhaldi því það sé í senn heimskulegt og óþarft. Hins vegar hafi þurft að gefa eftir og margur annar ávinningur náðst í nefndinni. Því hafi verið fallist á að setja takmörkin við 25 prósent því þau muni ekki hafa nein áhrif á starfandi fyrirtæki á markaði. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og í fjölmiðlalögunum frá því í fyrra. Ástæðan er sú að skilin milli miðlanna eru orðin óljós. Dagblöð og ljósvakamiðlar eru farin að renna saman í eitt í gegnum netmiðlana. Reglur um flutningsskyldur og flutningsrétt Meðal þess sem fjölmiðlanefndin mun leggja til í skýrslunni er að þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem þegar búa yfir dreifikerfi verði skylt að veita nýjum fyrirtækjum á fjölmiðlamarkaði aðgang. Frá því er fyrri fjölmiðlanefndin skilaði skýrslu sinni fyrir um ári síðan hefur fjölmiðlaumhverfið á Íslandi breyst töluvert, að mati nýju nefndarinnar. Nú er komin upp sú staða að fjarskiptafyrirtæki eiga ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum, Síminn í Skjá einum og Og Vodafone í Norðurljósum. Nefndinni þótti ástæða til þess að bregðast við því að myndast hafi svokölluð lóðrétt eignatengsl á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði, sem ekki þykja æskileg. Talin er hætta á því að tvær ráðandi blokkir myndist á markaði, sem verði til þess að neytendur festist inni í annarri hvorri blokkinni. Koma á í veg fyrir að sú staða komi upp að þeir sem eiga í viðskiptum við annað hvort fjarskiptafyritækið muni frekar fá aðgang að því fjölmiðlaefni sem veitt er gegnum dreifikerfi þess. Því verði sett lög um flutningsskyldur og flutningsrétt fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlaefni. Fjarskiptafyrirtækjunum verði skylt að dreifa efni frá hvaða fjölmiðlafyrirtæki sem þess krefst, hvort sem er keppinautum þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem tengjast fjarskiptafyrirtækinu eða nýjum fyrirtækjum á markaði. Auk þess sem það tryggi heilbrigða samkeppni muni lögin jafnframt tryggja nauðsynlega nýliðun á markaðinum. Telur nefndin að með þessu verði eignatengsl milli fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðlafyrirtækja gerð óþörf. Gagnsæi eignarhalds og sjálfstæði ritstjórnar Í skýrslunni er lagt til að sett verði lög um gagnsæi eignarhalds, hvort sem um er að ræða beint eða óbeint eignarhald. Fjölmiðlafyrirtækjum verði skylt að upplýsa um eigendur fyrirtækjanna og eigendur tengdra fyrirtækja og tilkynna um allar breytingar á eignarhaldi. Nefndarmenn telja að tryggja verði sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum en eru þó andsnúnir því að setja um það sérstök lög. Frekar eigi að horfa til siðareglna blaðamanna sem fyrirmynd að reglum sem fjölmiðlar komi sér saman um varðandi sjálfstæði ritstjórnar. Horft er til þess að komið verði á fót sérstakri nefnd sem fari með úrskurð í málum sem upp gætu komið þar sem fjölmiðlar eru taldir brotlegir gegn reglum sínum um sjálfstæði ritstjórnar, líkt og tíðkast með siðareglur blaðamanna. Þá er lagt til að annað hvort verði sett á fót sérstök eftirlitsstofnun með fjölmiðlum eða hvort hlutverkið verði falið Póst- og fjarskiptastofnun. Sú stofnun á að hafa eftirlit með því að lögum um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum sé fylgt eftir, sem og skilyrðum sem sett eru í útvarpsleyfum. Grundvöllur málefnalegrar umræðu Nefndin telur jafnframt að með því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi tryggja það að ákveðin samkeppni sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur nefndin að Ríkisútvarpið verði að hafa skýra og skarpa hlutdeild á markaði. Formaður nefndarinnar er Karl Axelsson. Með honum sitja Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Pétur Gunnarsson fyrir Framsóknarflokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna, Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri-græna og Magnús Þór Hafsteinsson fyrir Frjálslynda. Nefndarmenn vonast til þess að skýrsla nefndarinnar verði notuð sem grundvöllur málefnalegrar umræðu í vor og sumar og að ekki verði samið upp úr henni frumvarp fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Fjölmiðlalög frá 7. júní 2004: - Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri. - Einnig er óheimilt að veita útvarpsleyfi fyrirtæki sem er að meira en 5% í eigu fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta. Þetta á þó ekki við ef ársvelta markaðsráðandi fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu á síðastliðnu reikningsári eða eftir atvikum síðastliðnum 12 mánuðum er undir tveimur milljörðum króna. - Þá er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því. - Sömuleiðis er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga samanlagt meira en 35% eignarhlut í því. - Jafnframt er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu er útgefandi dagblaðs, á hlut í útgefanda dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra mun hittast í síðasta sinn í dag og leggja lokahönd á skýrslu um fjölmiðlaumhverfi á Íslandi. Í skýrslunni koma fram tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Eignarhald miðist við fjórðung Nefndin hefur lokið við útfærslu á öllum atriðum nema þeim sem varða takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun nást þverpólitísk samstaða um að leggja það til að enginn einstaklingur eða fyrirtæki megi eiga meira en 25 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtæki sem náð hefur tiltekinni markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve stóra markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á fundi nefndarinnar í dag. Engin takmörkun verður því á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Þá er lagt til að lög um takmarkanir á eignarhaldi muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Heyrst hefur innan Samfylkingarinnar að almennt hafi verið vilji fyrir því að setja engin takmörk á eignarhaldi því það sé í senn heimskulegt og óþarft. Hins vegar hafi þurft að gefa eftir og margur annar ávinningur náðst í nefndinni. Því hafi verið fallist á að setja takmörkin við 25 prósent því þau muni ekki hafa nein áhrif á starfandi fyrirtæki á markaði. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og í fjölmiðlalögunum frá því í fyrra. Ástæðan er sú að skilin milli miðlanna eru orðin óljós. Dagblöð og ljósvakamiðlar eru farin að renna saman í eitt í gegnum netmiðlana. Reglur um flutningsskyldur og flutningsrétt Meðal þess sem fjölmiðlanefndin mun leggja til í skýrslunni er að þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem þegar búa yfir dreifikerfi verði skylt að veita nýjum fyrirtækjum á fjölmiðlamarkaði aðgang. Frá því er fyrri fjölmiðlanefndin skilaði skýrslu sinni fyrir um ári síðan hefur fjölmiðlaumhverfið á Íslandi breyst töluvert, að mati nýju nefndarinnar. Nú er komin upp sú staða að fjarskiptafyrirtæki eiga ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum, Síminn í Skjá einum og Og Vodafone í Norðurljósum. Nefndinni þótti ástæða til þess að bregðast við því að myndast hafi svokölluð lóðrétt eignatengsl á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði, sem ekki þykja æskileg. Talin er hætta á því að tvær ráðandi blokkir myndist á markaði, sem verði til þess að neytendur festist inni í annarri hvorri blokkinni. Koma á í veg fyrir að sú staða komi upp að þeir sem eiga í viðskiptum við annað hvort fjarskiptafyritækið muni frekar fá aðgang að því fjölmiðlaefni sem veitt er gegnum dreifikerfi þess. Því verði sett lög um flutningsskyldur og flutningsrétt fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlaefni. Fjarskiptafyrirtækjunum verði skylt að dreifa efni frá hvaða fjölmiðlafyrirtæki sem þess krefst, hvort sem er keppinautum þeirra fjölmiðlafyrirtækja sem tengjast fjarskiptafyrirtækinu eða nýjum fyrirtækjum á markaði. Auk þess sem það tryggi heilbrigða samkeppni muni lögin jafnframt tryggja nauðsynlega nýliðun á markaðinum. Telur nefndin að með þessu verði eignatengsl milli fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðlafyrirtækja gerð óþörf. Gagnsæi eignarhalds og sjálfstæði ritstjórnar Í skýrslunni er lagt til að sett verði lög um gagnsæi eignarhalds, hvort sem um er að ræða beint eða óbeint eignarhald. Fjölmiðlafyrirtækjum verði skylt að upplýsa um eigendur fyrirtækjanna og eigendur tengdra fyrirtækja og tilkynna um allar breytingar á eignarhaldi. Nefndarmenn telja að tryggja verði sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum en eru þó andsnúnir því að setja um það sérstök lög. Frekar eigi að horfa til siðareglna blaðamanna sem fyrirmynd að reglum sem fjölmiðlar komi sér saman um varðandi sjálfstæði ritstjórnar. Horft er til þess að komið verði á fót sérstakri nefnd sem fari með úrskurð í málum sem upp gætu komið þar sem fjölmiðlar eru taldir brotlegir gegn reglum sínum um sjálfstæði ritstjórnar, líkt og tíðkast með siðareglur blaðamanna. Þá er lagt til að annað hvort verði sett á fót sérstök eftirlitsstofnun með fjölmiðlum eða hvort hlutverkið verði falið Póst- og fjarskiptastofnun. Sú stofnun á að hafa eftirlit með því að lögum um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum sé fylgt eftir, sem og skilyrðum sem sett eru í útvarpsleyfum. Grundvöllur málefnalegrar umræðu Nefndin telur jafnframt að með því að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi tryggja það að ákveðin samkeppni sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur nefndin að Ríkisútvarpið verði að hafa skýra og skarpa hlutdeild á markaði. Formaður nefndarinnar er Karl Axelsson. Með honum sitja Kristinn Hallgrímsson lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Pétur Gunnarsson fyrir Framsóknarflokkinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrir Samfylkinguna, Kolbrún Halldórsdóttir fyrir Vinstri-græna og Magnús Þór Hafsteinsson fyrir Frjálslynda. Nefndarmenn vonast til þess að skýrsla nefndarinnar verði notuð sem grundvöllur málefnalegrar umræðu í vor og sumar og að ekki verði samið upp úr henni frumvarp fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Fjölmiðlalög frá 7. júní 2004: - Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri. - Einnig er óheimilt að veita útvarpsleyfi fyrirtæki sem er að meira en 5% í eigu fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta. Þetta á þó ekki við ef ársvelta markaðsráðandi fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu á síðastliðnu reikningsári eða eftir atvikum síðastliðnum 12 mánuðum er undir tveimur milljörðum króna. - Þá er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því. - Sömuleiðis er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga samanlagt meira en 35% eignarhlut í því. - Jafnframt er óheimilt að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu er útgefandi dagblaðs, á hlut í útgefanda dagblaðs eða það er að hluta eða öllu leyti í eigu slíks fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira