Viðskipti innlent

Álagið lækkar við nýtt mat

Álag á skuldabréf bankanna á eftirmarkaði lækkaði í gær eftir að Glitnir fékk lánshæfismat hjá Standard & Poors fyrstur íslenskra banka.

Bankinn fékk einkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar, en greiningardeild Merrill Lynch og fleiri fjármálafyrirtækja töldu að íslenskur banki myndi fá einkunnina BBB ef mat fengist hjá S&P.

Þetta hefur góð áhrif á skuldabréf íslensku bankanna og sérstaklega Glitnis, segir Venky Vishwanathan, framkvæmdastjóri skuldabréfaútgáfu Deutche Bank í London. Hann segir S&P hafa tilhneigingu til að horfa meira á efnahagsástand landa en hin matsfyrirtækin. Sú staðreynd að Glitnir fær þetta mat er góðar fréttir og til þess fallin að efla traustið á íslensku bönkunum.

Álag á skuldabréf bankanna lækkaði um tíu punkta í kjölfar matsins og hefur þá lækkað um hátt í 20 punkta það sem af er vikunni. Glitnir hefur sem fyrr minnst álag á sín skuldabréf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×