Viðskipti erlent

Opera Mini í fleiri farsíma

Opera software í farsíma. Nýr samningur fyrirtækisins tryggir aukna  dreifingu Opera Mini vafrans.
Opera software í farsíma. Nýr samningur fyrirtækisins tryggir aukna dreifingu Opera Mini vafrans.

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í gær að það hefði gert fjóra nýja samninga sem gæti tryggt markaðshlutdeild Opera Mini vafrans um allan heim.

Samningarnir eru við bandaríska farsímafyrirtækið PriceRunner, High Technologies SIA í Lettlandi, Smatt Planet, sem hefur starfsemi í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, og danska farsímafyrirtækið Unwire. Í samningunum felst dreifing á Opera Mini í 180 löndum.

Í tilkynningu frá Opera Software segir að fyrirtækin fjögur muni auglýsa og dreifa öllum gerðum Opera Mini vafrans fyrir allar gerðir farsíma til viðskiptavina þeirra.

Gengi hlutabréfa í Opera hækkaði um 2,5 prósent í kauphöllinni í Óslo í Noregi í kjölfar fréttanna í gær og stendur gengi þeirra í 32,60 norskum krónum á hlut.

Opera Mini vafrinn hefur notið mikilla vinsælda en hann er hægt að nota á flestum gerðum farsíma, jafnt dýrari gerðum sem ódýrari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×