Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana.
Í tilkynningu um fundinn frá bandaríska sendiráðinu hér á landi kemur ekkert fram um það hvort þessi fundur stendur í einhverju sambandi við komu samningamanna bandaríkjastjórnar hingað til lands á morgun til að ræða framtíð varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, en þetta er þriðji fundur þeirra Georgs og Collins á einu ári.
Tilgangur fundanna, er að sögn sendiráðsins, að reyna að styrkja viðbúnað þessara tveggja bandamanna gegn hryðjuverkum og smygli.- Eins og áður sagði eru samningamenn bandaríkjastórnar væntanlegir hingað til lands á morgun , en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist ekkert sérstakelga bjartsýnn á árangur af viðræðum við þá, í viðtali við okkur í gærkvöldi