Spila ekki aftur fyrr en hnéð er orðið 100% 3. janúar 2006 02:55 Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira
Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sjá meira