Erlent

Reynt að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Bagdad

Úr myndasafni
Úr myndasafni MYND/AP

Tug þúsund íraskir öryggissveitarmenn tóku í morgun þátt í aðgerðum í höfuðborginni, Bagdad, sem miða að því að koma í veg fyrir frekari árásir og hryðjuverk þar.

Aðgerðirnar hófust snemma í morgun að skipan Nouri al-Maliki, forsætisráðherra. Öryggissveitarmenn gera nú leit í mörgum húsum í höfuðborginni, Bagdad, og eftirlitsstöðvum hefur verið fjölgað þar. Aðgerðirnar eru sagðar þær umfangsmestu síðan í júní 2004. Forsætisráðherran tilkynnti að hann ætlaði að framlengja útgöngu- og vopnabann. Hann segist ekki ætla að sýna hryðjuverkamönnum neina miskunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×