Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi 28. apríl 2006 13:46 MYND/Valgarður Gís Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála. Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála.
Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira