Viðskipti innlent

Gengi krónu og bréfa féll

Gengi krónunnar lækkaði um 2,25 prósent og úrvalsvísitala Kauphallar Íslands féll um 3,25 prósent í kjölfar svartrar skýrslu Danske bank um efnahagsástandið á Íslandi og mótvind sem íslenskir bankar eru sagðir standa frammi fyrir.

Greiningardeildir bankanna hér segja skýrsluna illa grundaða og mikinn misskilning felast í henni, til dæmis í samanburði sem sé gerður við Tyrkland og Taíland. Auk þess sé horft fram hjá því að "stór hluti útlánaaukningar bankanna er kominn til vegna fjárfestinga íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu," segir greiningardeild Landsbankans.

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn brást við skýrslunni og sendi út tilkynningu um styrka stöðu bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×