Viðskipti erlent

Íslendingar fá 43 milljónir

Norræni fjárfestingarbankinn skilaði fjórtán milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem samsvarar 165 milljónum evra. Dróst hagnaður saman um sjö milljónir evra frá árinu áður vegna lækkunar á markaðsvirði hlutabréfa í eigu bankans.

Útlánavöxtur varð hjá bankanum um fjórtán prósent og jukust hreinar vaxtatekjur á milli ára. Eigendur bankans, Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú, munu fá greidda um 4,7 milljarða, eða 55 milljónir evra, í arð fyrir síðasta ár. Íslendingar eiga um 0,93 prósent hlutafjár og fá því um 43 milljónir króna í sinn hlut.

Heildareignir Norræna fjárfestingarbankans námu 1.545 milljónum króna í árslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×