Viðskipti innlent

Ætluðu sér aukið hlutafé til frekari fyrirtækjakaupa

Fyrrum stjórn Kögunar hafði sett niður á lista nokkur erlend hugbúnaðarfyrirtæki, sem félagið hafði áhuga að fjárfesta í, og átti að auka hlutafé fyrirtækisins til að fjármagna slík kaup. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé um allt að 85 milljónir króna að nafnverði, sem hefði gefið félaginu fimm milljarða í kassann, var dregin til baka á aðalfundi í síðustu viku þegar ljóst þótti að hún myndi ekki fá stuðning tveggja þriðju hluta atkvæða.

Samkvæmt heimildum var búið að ákveða að semja við Straum-Burðarás um hlutafjáraukninguna á grundvelli tilboða sem hafði verið óskað eftir.

Örn Karlsson, stjórnarformaður Kögunar, dró tillöguna til baka eftir að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sem er stærsti hluthafinn, benti á að sú heimild til útgáfu nýs hlutafjár sem væri til staðar væri nægjanleg. Þar sem núverandi hluthafar áttu ekki að fá forkaupsrétt til kaupa að nýju hlutafé hefði útgáfa þess minnkað eignarhlut Símans og annarra hluthafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×