Viðskipti erlent

Hagnaður Bertelsmanns jókst

Hagnaður þýsku fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann AG jókst um 12,7 prósent á síðasta ári. Aukningin er að mestu komnar frá sjónvarpsdeild samsteypunnar, vegna sölu á nýjustu skáldsögu spennusagnahöfundarinnar John Grisham og útgáfu á nýju bílablaði.

Hagnaður fyrir skatta var 1,61 milljarður evra en nam 1,43 milljörðum evrum árið 2004.

Velta nam 17,9 milljörðum evrum á síðasta ári sem er 900 milljónum evrum meira en árið á undan. Sala á geisladiskum dróst hins vegar saman hjá BMG, dótturfyrirtæki samsteypunnar, en vonast er til að sala tónlistar á netinu muni koma í staðinn fyrir samdráttinn.

Samsteypan hefur ákveðið að greiða hluthöfum, Bertelsmannstofnuninni, sem stofnaði samsteypuna, og eignarhaldsfélaginu Groupe Bruxelles Lambert (GBL) 287 milljónir í arðgreiðslur. Bertelsmannstofnunin fær 167 milljón evrur en GBL fær 120 milljónir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×