Viðskipti innlent

Verk og vit í Laugardal

Stórsýningin  í Laugardal. Ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir verða í tengslum við sýninguna Verk og vit.
Stórsýningin í Laugardal. Ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir verða í tengslum við sýninguna Verk og vit.

Um 120 fyrirtæki í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, sveitar­félög, hönnuðir og ráðgjafar munu kynna starfsemi sína á stórsýningunni Verk og vit 2006 sem verður haldin 16. til 19. mars í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Í tengslum við sýninguna, sem er bæði fyrir fagaðila og almenning, verða haldnar ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir.

Mikill áhugi er á sýningunni og hafa öll sýningarpláss verið seld. Sýningin er opin almenningi laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. mars en fagaðilum fimmtudag og föstudag. Þar verða áhugaverðar nýjungar í íslenskri framleiðslu kynntar auk tækja, hönnunar, ráðgjafar og þjónustu sem ýmis fyrirtæki bjóða. Skipulagsmál sveitarfélaga skipa sérstakan sess þar sem þróun, einstök verkefni og framtíðarsýn verða kynnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×