Danske Bank spáir kreppu hér á árinu 22. mars 2006 00:01 Frá Kaupmannahöfn. Í skýrslu sem Danske bank sendi frá sér í gær segir að íslenskir bankar standi frammi fyrir fjárhagslegum mótbyr og brást sendiráð Íslands við með því að senda út fréttatilkynningu þar sem áréttuð er styrk staða þeirra og lánshæfismat. Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana." Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Danske bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efnahagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. "Við skoðum vísbendingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001," segir í skýrslunni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankana segja Danske bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningardeildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í samhengi við verga landsframleiðslu. "Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svakalegar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar liggur að baki," segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér fréttatilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske bank skýrslu eða álit. "Plaggið er óvenjulega stóryrt," segir hann og bendir á að höfundar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. "Og þeir sýnast rísa undir þeirri fullyrðingu." Ólafur segir bankann taka augljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efnahagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunarstig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. "Einnig vekur athygli að den Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors's hefur nýlega staðfest lánshæfiseinkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody's og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana."
Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira