Viðskipti innlent

Misvinsæl hlutabréf

Lúðueldi . Þrívegs urðu viðskipti í Fiskeldi Eyjafjarðar á síðasta ári.
Lúðueldi . Þrívegs urðu viðskipti í Fiskeldi Eyjafjarðar á síðasta ári.

Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar.

Veltuhraði hlutabréfa í Fiskeldi Eyjafjarðar, sem segir til um hversu oft heildarhlutafé hlutafélagsins skiptir um hendur á einu ári, var því nánast enginn árið 2005.

Aðeins tuttugu viðskipti voru með bréf Sláturfélags Suðurlands í nærri 360 milljóna króna veltu. Veltuhaði hlutafjár var hins vegar 129 prósent, sem var með því hæsta sem þekktist í Kauphöllinni á síðasta ári.

32 viðskipti voru með bréf Fiskmarkaðs Íslands í 115,5 milljóna króna veltu. Veltuhraði hlutafjár var 29 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×