Ekki í samræmi við fjarskiptarétt í Evrópu 29. mars 2006 00:01 Hrafnkell V. Gíslason er forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Það er alveg ljóst að þetta er ekki alveg í samræmi við meginlínurnar sem lagðar eru í fjarskiptarétti í Evrópu, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), um viðræður Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um samnýtingu, yfirtöku eða samruna grunnneta fyrirtækjanna. Þar er fremur hvatt til samkeppni í grunnnetum en að þau séu sameinuð og einungis samkeppni í þjónustu. Hrafnkell segir álitamál hvort hér séu slíkar séraðstæður að réttlæti önnur sjónarmið. Hrafnkell segir ljóst að því fylgi kvaðir að reka grunnnet fjarskiptaþjónustu, en segir um leið erfitt að tjá sig um mögulegar afleiðingar viðræðna Símans og Orkuveitunnar. Við náttúrlega vitum ekki hvað þarna er verið að ræða um að selja og það skiptir öllu máli. Í febrúar í fyrra birti Hrafnkell á vef stofnunar sinnar úttekt þar sem fjallað er um samkeppni á grunnneti Landssímans, sem þá var óseldur. Þar kemur fram að ekki liggi fyrir ein skilgreining á því hvað grunnnet er. Einkavæðingarnefnd Einkavæðingarnefnd kynnti söluferli Símans í apríl í fyrra. Í sölum Alþingis var hart deilt um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Markaðurinn/Hari Samkvæmt mati PFS eru þar innan heimtaugar sem tengja heimili og fyrirtæki við símstöðvar, fastasambönd á borð við ljósleiðara, kapla og radíósambönd og aðstaða fyrir hýsingu fjarskiptabúnaðar. En það er ljóst að þær kvaðir sem við þyrftum að skoða í þessu samhengi eru í fyrsta lagi alþjónustukvöðin, í öðru lagi kvöð um lágmarksframboð á leigulínum, í þriðja lagi kvöð um heimtaugaleigu og ef mál þróast eins og útlit er fyrir verður Orkuveitan væntanlega útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild á einhverjum mörkuðum og af þeim munu leiða ýmsar kvaðir, svo sem um kostnaðargreiningu, jafnræði, gagnsæi og fleira. Í tilkynningu sem Síminn og Orkuveitan sendur frá sér eftir að Fréttablaðið upplýsti um viðræður þeirra kemur fram að Orkuveitan hafi samið við Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Akraneskaupstað og Hveragerðisbæ um ljósleiðaravæðingu heimila og reki að auki ljósleiðarakerfi til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, meðan 4.500 kílómetra langt ljósleiðaranet Símans nái um allt land. Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Það er alveg ljóst að þetta er ekki alveg í samræmi við meginlínurnar sem lagðar eru í fjarskiptarétti í Evrópu, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), um viðræður Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um samnýtingu, yfirtöku eða samruna grunnneta fyrirtækjanna. Þar er fremur hvatt til samkeppni í grunnnetum en að þau séu sameinuð og einungis samkeppni í þjónustu. Hrafnkell segir álitamál hvort hér séu slíkar séraðstæður að réttlæti önnur sjónarmið. Hrafnkell segir ljóst að því fylgi kvaðir að reka grunnnet fjarskiptaþjónustu, en segir um leið erfitt að tjá sig um mögulegar afleiðingar viðræðna Símans og Orkuveitunnar. Við náttúrlega vitum ekki hvað þarna er verið að ræða um að selja og það skiptir öllu máli. Í febrúar í fyrra birti Hrafnkell á vef stofnunar sinnar úttekt þar sem fjallað er um samkeppni á grunnneti Landssímans, sem þá var óseldur. Þar kemur fram að ekki liggi fyrir ein skilgreining á því hvað grunnnet er. Einkavæðingarnefnd Einkavæðingarnefnd kynnti söluferli Símans í apríl í fyrra. Í sölum Alþingis var hart deilt um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Markaðurinn/Hari Samkvæmt mati PFS eru þar innan heimtaugar sem tengja heimili og fyrirtæki við símstöðvar, fastasambönd á borð við ljósleiðara, kapla og radíósambönd og aðstaða fyrir hýsingu fjarskiptabúnaðar. En það er ljóst að þær kvaðir sem við þyrftum að skoða í þessu samhengi eru í fyrsta lagi alþjónustukvöðin, í öðru lagi kvöð um lágmarksframboð á leigulínum, í þriðja lagi kvöð um heimtaugaleigu og ef mál þróast eins og útlit er fyrir verður Orkuveitan væntanlega útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverða markaðshlutdeild á einhverjum mörkuðum og af þeim munu leiða ýmsar kvaðir, svo sem um kostnaðargreiningu, jafnræði, gagnsæi og fleira. Í tilkynningu sem Síminn og Orkuveitan sendur frá sér eftir að Fréttablaðið upplýsti um viðræður þeirra kemur fram að Orkuveitan hafi samið við Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Akraneskaupstað og Hveragerðisbæ um ljósleiðaravæðingu heimila og reki að auki ljósleiðarakerfi til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu, meðan 4.500 kílómetra langt ljósleiðaranet Símans nái um allt land.
Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira