Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu 30. mars 2006 00:01 Seðlabanki Íslands. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir gagnrýni Skagen Fondene á stýrivaxtastefnu bankans óréttmæta. MYND/Heiða Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Seðlabanki Íslands ýtir undir ónauðsynlegan óróleika á fjármálamarkaði með því að miða vaxtaákvarðanir við vísitölu neysluverðs sem felur í sér húsnæðisverð, segir Torgeir Høien, sérfræðingur norska bankans Skagen Fondene, í nýlegri skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann segir hækkanir stýrivaxta árin 2004 og 2005 hafa verið óþarflega miklar en þær hafi ýtt undir hátt gengi krónunnar og með því lagt grunninn að hraðri veikingu hennar að undanförnu. Um þetta hefur nú farið fram umræða, en ég er ekki sannfærður um að það sé rétt hjá norska bankanum að Seðlabankinn hafi elt þetta blint, segir Guðmundur K. Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Bankinn hefur reiknað hvort tveggja og tekið mið af því. Guðmundur telur frekar hafa ýtt undir óstöðugleika hversu lítil áhrif stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafi haft á útlán og vaxtakjör í landinu. Torgeir Høien Torgeir er sérfræðingur Skagen Fondene. En við spurningunni um hvort notast eigi við vísitölu með eða án húsnæðisverðs er ekki til einhlítt svar. Það getur komið sér vel í einn tíma og illa í annan, segir hann. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir verðbólgumarkmið Seðlabankans miðast við vísitöluna í heild. Bankinn er hins vegar ekki að bregðast við liðinni verðbólgu, þar sem húsnæðisverðbólga er ráðandi, heldur við verðbólgu sem bankinn sér fram undan, segir hann og kveður húsnæðisverðbólgu ekki endilega vera hluta af þeirri mynd. Ljóst er að húsnæðisverðbólga mun hjaðna og annars konar verðbólga færist í vöxt í staðinn. Þá benda rannsóknir til að húsnæðisverðbólga sé leiðandi vísbending um annars konar verðbólgu. Gagnrýnin er því ekki réttmæt, nema að bankinn væri eingöngu á horfa á það sem liðið er í stað þess sem er fram undan. Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Seðlabanki Íslands ýtir undir ónauðsynlegan óróleika á fjármálamarkaði með því að miða vaxtaákvarðanir við vísitölu neysluverðs sem felur í sér húsnæðisverð, segir Torgeir Høien, sérfræðingur norska bankans Skagen Fondene, í nýlegri skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann segir hækkanir stýrivaxta árin 2004 og 2005 hafa verið óþarflega miklar en þær hafi ýtt undir hátt gengi krónunnar og með því lagt grunninn að hraðri veikingu hennar að undanförnu. Um þetta hefur nú farið fram umræða, en ég er ekki sannfærður um að það sé rétt hjá norska bankanum að Seðlabankinn hafi elt þetta blint, segir Guðmundur K. Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Bankinn hefur reiknað hvort tveggja og tekið mið af því. Guðmundur telur frekar hafa ýtt undir óstöðugleika hversu lítil áhrif stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafi haft á útlán og vaxtakjör í landinu. Torgeir Høien Torgeir er sérfræðingur Skagen Fondene. En við spurningunni um hvort notast eigi við vísitölu með eða án húsnæðisverðs er ekki til einhlítt svar. Það getur komið sér vel í einn tíma og illa í annan, segir hann. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir verðbólgumarkmið Seðlabankans miðast við vísitöluna í heild. Bankinn er hins vegar ekki að bregðast við liðinni verðbólgu, þar sem húsnæðisverðbólga er ráðandi, heldur við verðbólgu sem bankinn sér fram undan, segir hann og kveður húsnæðisverðbólgu ekki endilega vera hluta af þeirri mynd. Ljóst er að húsnæðisverðbólga mun hjaðna og annars konar verðbólga færist í vöxt í staðinn. Þá benda rannsóknir til að húsnæðisverðbólga sé leiðandi vísbending um annars konar verðbólgu. Gagnrýnin er því ekki réttmæt, nema að bankinn væri eingöngu á horfa á það sem liðið er í stað þess sem er fram undan.
Innlent Viðskipti Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira