Danir vilja efsta skattþrepið í burt 29. nóvember 2006 09:00 Danir vilja afnema efsta skattþrepið og telja að það skili meira fjármagni í ríkiskassann. MYND/AFP Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn. Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki. Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum. Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum. Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn.
Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira