Framsókn rifjar upp gamla takta 29. nóvember 2006 05:00 Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar