Viðskipti innlent

HB Grandi tapaði 1 milljarði króna

Útgerðarfélagið HB Grandi tapaði rúmum einum milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á þriðja fjórðunig ársins nam hins vegar rúmum 1,5 milljörðum króna samanborið við 585 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra.

Rekstrartekjur HB Granda á fyrstu níu mánuðum ársins námu 10,8 milljörðum króna samanborðið við tæpar 8,6 milljarða krónur í fyrra. Rekstrartekjurnar á þriðja ársfjórðungi námu tæpum 3,2 milljörðum króna en þær voru 2,5 milljarðar króna á sama tíma í fyrra.

Þá nam rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 2,2 milljörðum króna samanborið við 1,5 milljarða krónur í fyrra. Aukningin á milli ára nemur 17,6 prósentum. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi nam hins vegar 557 milljónum króna samanborðið við 297 milljónir króna í fyrra.

Tilkynning frá HB Granda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×