Innlent

Kona bæjarstjóri í Eyjum í fyrsta sinn

Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, gegnir þessa dagana starfi bæjarstjóra í fjarveru Elliða Vignissonar, sem er í leyfi til fimmta desember. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net.

Rut er fyrsta konan sem gegnir starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Fyrr í dag var tilkynnt á Akureryi að Sigrún Björk Jakbobsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tæki við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu þann 9. janúar af Kristjáni Þór Júlíussyni, sem tekur væntanlega sæti á Alþingi eftir kosningar í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×