Menning

25 ára afmæli Gestgjafans

Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember.



Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið (sjá lista yfir verslanir hér að neðan). Afmælisfagnaðurinn byrjar klukkan 15 og stendur á meðan veitingarnar duga. Við ætlum að bjóða öllum sem koma að bragða á ljúffengu hreindýrapaté, sem Úlfar Finnbjörnsson býr til, og konfekt frá Nóa Siríus. Daginn áður, eða 30. nóvember, kemur jólablað Gestgjafans í verslanir með fjölmörgum uppskriftum að jólamatnum.



Gestgjafinn.is mun vera opnaður fyrir alla í tilefni afmælisins

Gestgjafinn er með eina af stærstu heimasíðum landsins um allt sem viðkemur mat, enda fer nánast allt efni úr blöðunum, og meira til, inn á heimasíðuna. Áskrifendur Gestgjafans hafa einir haft aðgang að heimasíðunni en í tilefni af afmælinu opnum við nú heimasíðuna fyrir alla landsmenn í desembermánuði.



Jólablað Gestgjafans er komið út - 188 síður af jólalegu efni!

Í jólablaði Gestgjafans er að finna flest það sem tilheyrir matargerð fyrir jólin. Veglegur þáttur um kalkúna, steikingu, fyllingar og sósur er meðal efnis í blaðinu. Í tilefni af 25 ára afmælinu rifjum við upp sögu Gestgjafans í máli og myndum.

Við sýnum ykkur hvernig við hamflettum og matreiðum rjúpu og aðra villibráð, lamba- og svínakjötið er í hátíðarbúningi og við ljóstrum upp leyndarmálinu á bak við steikingu á ekta pörusteik. Matarjólagjafir, innlit, borðskreytingar, eftirréttir og forréttir er meðal efnis í þessu stóra og veglega jólablaði og afmælisriti Gestgjafans.



Afmælisveislan verður, föstudaginn 1. desember kl. 15, í þessum verslunum:

Hagkaupum, Smáralind, Kringlunni og Skeifunni

Nettó, Mjódd og Akureyri

Nóatúni, Grafarholti, Nóatúni og Selfossi

Fjarðarkaupum, Hafnarfirði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×