Viðskipti innlent

Karen Millen vinsæl í Rússlandi

Verslun Oasis í Smáralind
Verslun Oasis í Smáralind

Fáar breskar tískuvöruverslunarkeðjur skila jafn miklum hagnaði á erlendri grundu og Mosaic Fasions, að sögn Dereks Lovelock, forstjóra félagsins. Á síðasta rekstrarári jókst velta félagsins um 41 prósent erlendis. Einkum hafa verslanir undir merkjum Karen Millen og Oasis gengið vel í útrás til annarra landa og er viðbúið að verslunum fjölgi hratt á næstu árum.

Lovelock nefnir sérstaklega Rússland þar sem unga, nýríka fólkið hefur tekið Karen Millen opnum örmum og hefur sérleyfishafinn í Rússlandi opnað fimm verslanir í Moskvu. Þá er Oasis-verslunin í Moskvu í hópi fimm söluhæstu verslana Oasis sem eru alls 240.

Derek er spurður af hverju breskar verslunarkeðjur sæki svo til Íslands sem raun ber vitni. "Markaðurinn á Íslandi og í Skandinavíu svipar mjög til þess breska. Smekkur neytenda er sá sami, tískan sú sama og líkamsbygging fólks mjög lík." Hann bendir á að ef farið er til Suður-Evrópu ráði aðrir straumar för, litur og smekkur eru ólíkir því sem Norður-Evrópubúar eiga að venjast auk þess sem líkamsbygging er önnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×