Sport

Bargnani valinn fyrstur

Andrea Bargnani er fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavalinu í NBA. Andrew Bogut, sem tekinn var númer eitt í fyrra er þó reyndar af serbneskum ættum, en ólst upp í Ástralíu
Andrea Bargnani er fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavalinu í NBA. Andrew Bogut, sem tekinn var númer eitt í fyrra er þó reyndar af serbneskum ættum, en ólst upp í Ástralíu NordicPhotos/GettyImages

Hið árlega nýliðaval í NBA deildinni í körfubolta fór fram í nótt og átti lið Toronto Raptors frá Kanada fyrsta valréttinn. Það var hinn hávaxni ítalski framherji, Andrea Bargnani, sem varð fyrir valinu og hefur honum verið líkt við Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Bargnani spilaði með Benetton Treviso í heimalandi sínu og er hann fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavali NBA.

Chicago Bulls átti annan valréttinn og nýtti hann til að krækja í LeMarcus Aldridge frá Texas-háskólanum, en skipti honum strax til Portland Trailblazers. Lið Portland var raunar mjög atkvæðamikið á leikmannamarkaðnum í gær. Charlotte Bobcats átti þriðja valrétt og tók með honum hinn síðhærða Adam Morrison frá Gonzaga háskólanum. Portland átti svo fjórða valrétt og tók þar framherjan Tyrus Thomas, en skipti honum til Chicago Bulls fyrir annan valréttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×