Innlent

Faldo kannar aðstæður fyrir golfvöll á sandinum

Frá vinstri: Steve Smyers, Nick Faldo og Patrick Andrews. Arkitektarnir gengu fyrirhugaðan golfvöll og fóru yfir hönnunarmál.
Frá vinstri: Steve Smyers, Nick Faldo og Patrick Andrews. Arkitektarnir gengu fyrirhugaðan golfvöll og fóru yfir hönnunarmál. MYND/Ölfuss

Stórkylfingurinn Nick Faldo sem var hér á landi í síðustu viku þar sem hann skoðaði aðstæður á söndunum við Þorlákshöfn en þar stendur til að byggja upp strandgolfvöll á heimsmælikvarða sem Faldo hannar. Búið er að ákveða lengd og legu brauta og er áætlað að völlurinn verði um 6,6 kílómetra langur þannig að hann uppfylli lengdarkröfur sem gerðar eru á atvinnumannamótaröðum. Þetta er í fjórða sinn sem Faldo heimsækir landið vegna vallarins. Undirbúningsvinna fyrir golfvallargerðina fer fram í vetur og vonast er til að framkvæmdir við hann hefjist á næsta ári en heildarkostnaður við völlinn er um einn milljarður króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×