Innlent

Stórfellt tjón hjá Náttúrufræðistofnun

Frá Náttúrugripasafni.
Frá Náttúrugripasafni. MYND/Stefán

Sex ernir, fimmtíu fálkar og ýmsir sjaldgæfir flækingsfuglar voru meðal þeirra tvö þúsund fuglasýna í eigu Náttúrufræðistofnunar sem fargað var á ruslahaugum í vor án vitundar stofnunarinnar.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Jóni Gunnari Ottóssyni, forstjóra stofnunarinnar, að tjónið nemi tugum, ef ekki hundruðum milljóna króna. Eigendaskikpti urðu í vor á frystigeymslunni, sem sýnin voru geymd í, og einhverra hluta vegna var rafmagn tekið af frystivélunum þannig að allt í geymslunum úldnaði.

Eigendur geymslunnar tóku sig þá til og förguðu öllu úr geymslunum á ruslahaugum. Sum sýnanna voru allt að 30 ára gömul og segir Jón að tjónið nemi tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Hann segir einnig að þrátt fyrir að sýnin hafi úldnað hafi mikið verðmæti verið í beinum og hömum.

Varðveisla annarar opinberrar stofnunar á ómetanlegum minjum fór úrskeiðis fyrir allnokkrum árum þegar allir bátar frá áraskipatímabili þjóðarinnar brunnu í ótryggri geyumslu í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×