Dallas enn án sigurs 7. nóvember 2006 14:35 Avery Johnson og Don Nelson voru áður samstarfsfélagar hjá Dallas, en í nótt stýrði gamli refurinn Nelson liði sínu til sigurs á Dallas eftir að Johnson var vikið af velli fyrir að láta dómara heyra það NordicPhotos/GettyImages Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira