Innlent

Herþotur lentu í Keflavík eftir að hafa lent í erfiðleikum

Tvær bandarískar F-16 herþotur lentu í Keflavík í hádeginu í dag vegna erfiðleika við að taka eldsneyti á flugi. Vélarnar voru á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu í fylgd eldsneytisvélar. Hins vegar komu upp vandamál við eldsneytistöku undan landinu og vélunum var því snúið til Keflavíkur, þar sem eldsneytisafgreiðslumenn kunna vel til verka í þessum efnum. Hér tóku vélarnar eldsneyti og áttu síðan að halda áfram för til Evrópu. Vélarnar eru báðar glænýjar og hafði aðeins verið flogið í 10 klukkustundir þegar þær lentu í Keflavík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×