Enski boltinn

Íhugaði að hætta í sumar

Steve Bruce átti erfitt tímabil með Birmingham í fyrra, en gengi liðsins hefur verið þokkalegt í 1. deildinni í ár. Þeirra bíður nú erfitt verkefni gegn Liverpool í bikarnum annað kvöld - í leik sem sýndur verður beint á Sýn.
Steve Bruce átti erfitt tímabil með Birmingham í fyrra, en gengi liðsins hefur verið þokkalegt í 1. deildinni í ár. Þeirra bíður nú erfitt verkefni gegn Liverpool í bikarnum annað kvöld - í leik sem sýndur verður beint á Sýn. NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce segist hafa íhugað alvarlega að segja af sér sem knattspyrnustjóri Birmingham í sumar eftir að lið hans féll úr úrvalsdeildinni. Lærisveinar hans mæta Liverpool í enska deildarbikarnum annað kvöld og reyna þá að hefna ófaranna frá því í fyrra þegar liðið tapaði 7-0 fyrir þeim rauðu.

"Ég hugsaði ekki um að hætta eftir 7-0 tapið gegn Liverpool í fyrra, því maður hættir ekki út af úrslitum í einum leik. Ég komst líklega næst því að hætta í sumar þegar ég var að fara yfir farinn veg og vega og meta hvort ég ætti að halda áfram. Þá fer maður að velta sér upp úr því hvað maður hefði geta gert betur og spyrja sig hvort maður sé tilbúinn í að halda áfram að berjast. Ég tók ákvörðun mína þar sem ég var í fríi með fjölskyldunni og þar ákvað ég að kýla á þetta og reyna að byrja á sama stað og við vorum fyrir fimm árum, áður en við unnum okkur sæti í úrvalsdeildinni," sagði Bruce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×