Erlent

Rannsókn á spillingu hafin

Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hóf í gær rannsókn á samningum milli norska hersins og þýska fyrirtækisins Siemens. Óháð rannsóknar­nefnd komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Siemens hefði vísvitandi sent norska hernum of háa reikninga fyrir verkefni, sem unnin voru á árunum 2000 til 2004.

Samtals nemur upphæðin sem ofreiknuð var um 450 milljónum íslenskra króna. Nefndin sagðist einnig hafa upplýsingar um óviðeigandi gjafir til starfsmanna hersins og ráðgjafa, en vildi þó ekki fullyrða hvort þessar gjafir væru ólöglegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×