Þýski fjármálarisinn Allianz hefur ákveðið að setja upp 7.500 manns um allan heim með það fyrir augum að lækka útjöld og auka þjónustuna. Tæpum 2.500 starfsmönnum verður sagt upp í þýska bankanum Dresdner Bank en um 5.000 manns verður sagt upp í tryggingararmi fyrirtækisins, Allianz.
Samtals munu 4.500 manns verða sagt upp hjá fyrirtækinu í Þýskalandi en 3.000 manns hjá útibúum þess um allan heim. Ekkert hefur verið sagt til um í hvaða löndum starfsfólki verður sagt upp.
Stjórn Allianz eru sögð harma að til uppsagna komi en til þeirra hafi þurft að grípa til að koma í veg fyrir enn róttækari aðgerða.
Tryggingaarmur Allianze tapaði stórfé í fyrra, m.a. vegna fellibyljanna í Bandaríkjunum.
Allianz segir upp 7.500 manns
