Viðskipti innlent

ESA athugar ríkisaðstoð við Íbúðalánasjóð

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja formlega athugun á ríkisaðstoð sem veitt er Íbúðalánasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar í gær.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að með ákvörðuninni sé ESA að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins frá 7. apríl síðastliðnum þar sem dæmd var ógild sú niðurstaða ESA frá 11. ágúst 2004 að ríkisaðstoðin væri þjónusta í almannaþágu og því í samræmi við ríkisstyrkjareglur EES-samningsins.

Í dómnum kemur fram að vafi leiki um tiltekin atriði og að niðurstöður ESA um þau hafi ekki verið nægilega rökstudd af hálfu eftirlitsstofnunarinnar. ESA hefur því nýja athugun á málinu og sé líklegt að hún muni taka um ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×