Innlent

Loðnutorfa gekk á land í Ingólfsfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Hari

Loðnutorfa gekk á land í Ingólfsfirði á Ströndum fyrr í vikunni. Samkvæmt fréttavef Bæjarins besta.is, kemur fram að þetta sé fátíður atburður en svo virðist sem torfan hafi komið inn á morgunflóðinu, synt upp í á og þegar fjaraði aftur út, varð mikið af loðnunni eftir í ánni og fjörunni. Mjög sjaldgæft er að loðnana hagi sér með þessum hætti en dæmi eru um að síld gangi upp ár. Tveir fiskifræðingar hjá Veiðimálastofnum tóku sýni úr loðnunni en hún var væn og vel á sig komin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×