Innlent

Málverk tvöfaldast í verði

Pétur Þór 
Gunnarsson
Pétur Þór Gunnarsson

Pétur Þór Gunnarsson, sem margir þekkja sem sakborning í Stóra málverkafölsunarmálinu, segir ýmsa gamla viðskiptavini hafa skorað á sig að opna umboðs- og uppboðsstofu á sviði listmuna. Pétur Þór var sýknaður í Hæstarétti en svo virðist sem fjölmargir innan listageirans vilji ekki una því.

Pétur var nýverið staddur á uppboði í Kaupmannahöfn þar sem hann bauð í og keypti verk eftir Svavar Guðnason og Jón Stefánsson fyrir gamlan viðskiptavin. Pétur Þór segir gríðarlegan vöxt í greininni, framboðið sjaldan meira og verð verka hafi tvöfaldast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×