Innlent

Leita skjóls við lögreglustöðina

Flogið í var á lögreglustöð Hólmavíkur
Flogið í var á lögreglustöð Hólmavíkur

Rjúpnaveiðimönnum við Hólmavík hefur gengið treglega við veiðar þetta veiðitímabil. Lögregluvarðstjórinn á Hólmavík segir dapurt gengi þeirra ef til vill ekki að undra.

Rjúpurnar hafa leitað skjóls, undan vopnuðum mönnum, við lögreglustöðina. Á þakmæni stöðvarinnar standi ávallt bísperrtur hópur rjúpna en þar þurfi þær lítið að skeyta um hópa veiðimanna sem horfi á þær löngunaraugum því ekki fari þeir að skjóta á lögreglustöðina.

,,Þetta eru skynugir fuglar sem vita hvar öruggt er að vera,“ segir lögregluvarðstjórinn sem veit aðeins til þess að ein rjúpa hafi verið veidd á svæðinu það sem af er tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×