Innlent

Þingið getur beitt þrýstingi

Leitað allra leiða Forysta Öryrkjabandalagsins hitti formenn þingflokkanna í þinginu í gær.
Leitað allra leiða Forysta Öryrkjabandalagsins hitti formenn þingflokkanna í þinginu í gær. MYND/GVA

Formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, átti fundi í gærmorgun með þingflokksformönnum allra flokka. Ákveðið var að hittast aftur ásamt fulltrúum fjórtán lífeyrissjóða á mánudagsmorgun.

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að markmið fundarins í gær hafi verið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að fjöldi fólks verði fyrir alvarlegu tekjutapi um næstu mánaðamót en fjórtán lífeyrissjóðir ætla þá að skerða greiðslur til öryrkja.

„Við teljum að í ljós hafi komið þverpólitískur skilningur og stuðningur við að afstýra því að þetta gerist með fyrirhuguðum hætti um mánaðamótin. Þetta snýr fyrst og fremst að stjórnum lífeyrissjóðanna en við viljum að þetta sé rætt og leitað allra leiða.“

Sigursteinn segir að engin sérstök opnun hafi myndast í málinu en alltaf sé hægt að fresta skerðingunum og hætta við þær. Þingmenn geti beitt lífeyrissjóðina þrýstingi.

Hann býst við að skerðing lífeyrissjóðanna á greiðslum til öryrkja sé þeim ekki auðveld. „Það getur ekki verið það þegar fátækasta fólkið á Íslandi á í hlut.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×