Innlent

Uggur í fólki vegna tíðindanna

Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússinsfurðar sig á ákvörðun borgarráðs. Álagið hefur aldrei verið meira á starfsfólki hans.
Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahússinsfurðar sig á ákvörðun borgarráðs. Álagið hefur aldrei verið meira á starfsfólki hans. MYND/GVA

Reykjavíkurborgar til Alþjóðahússins verða skornir niður um þriðjung. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í vikunni. Upphæðin sem Alþjóðahúsið hefur fengið síðustu ár nemur 30,8 milljónum króna.

Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir þá upphæð ekki hafa fylgt vísitölu og því lækkað ár frá ári. Álagið á þessu ári hafi aldrei verið meira og því dugi þær 20 milljónir sem borgin ætlar að veita skammt.

Einar bendir á að hér á landi hafi í júlí dvalið 17 þúsund manns með erlent ríkisfang. Erlendum ríkisborgurum hafi fjölgað mikið síðan þá og því komi honum á óvart að skorið sé niður við Alþjóðahúsið. Líkur séu á að skera þurfi niður í starfseminni.

Það er ekki laust við að uggur sé í fólki vegna þessara tíðinda en hér er sömuleiðis baráttuandi, segir Einar og bendir á að strax sé hafi verið hafist handa við að leita fjármagns annar staðar.

Hvorki náðist í Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarstjóra né Björn Inga Hrafnsson, formann borgarráðs, vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×