Innlent

Uppreisnarinnar í Ungverjalandi 1956 minnst

MYND/GVA

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er nú á leið til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í viðburðum til minngar um uppreisnina í Ungverjalandi fyrir fimmtíu árum. Dagskráin hefst á morgun og mun standa fram á mánudag og munu margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka þátt.

Þá hafa þjóðarleiðtogarnir jafnframt sent sérstakar kveðjur í tilefni af afmælinu og verða þær gefnar út í minningarbók. Ólafur Ragnar er einn þeirra sem sent hefur Ungverjum kveðju vegna þessara merku tímamóta þar sem hann segir meðal annars að baráttan fyrir auknum rétti hafi sett sterkan svip á framþróun síðustu aldar og að hún hafi lagt grunninn að því samfélagi sem flestar þjóðir heims njóta nú.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×