Innlent

Fjórir handteknir vegna fíkniefnamáls

Eitt fíkniefnamál kom upp í Keflavík í nótt þegar bifreið var stöðvuð og kallaði lögreglan til sérsveit Ríkislögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Tveir voru í bílnum og voru þeir í annarlegu ástandi. Í beinu framhaldi var gerð húsleit á heimili þeirra, en þar voru tveir til viðbótar handteknir. Við leitina fannst eitthvað af eiturlyfjum sem líklega var ætlað til sölu, tæplega fimmtíu grömm af ætluðu hassi, smáræði af amfetamíni, e-pillur, áhöld og vogir. Fólkið var fært á lögreglustöðina og einum sleppt eftir yfirheyrslu, en þrír gista fangaklefa lögreglu og verða yfirheyrðir þegar víman rennur af þeim.

Síðustu tvær vikur hafa ellefu fíkniefnamál komið upp í Keflavík. Búið er að leggja hald á tvö hundruð grömm af ætluðu hassi og þó nokkuð af amfetamíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×