Innlent

Samningur um uppbyggingu Rýmisins

Tryggingamiðstöðin og Leikfélag Akureyrar hafa gert samning um uppbyggingu nýjasta sýningarsviðs LA sem nefnt er Rýmið.  Margir þekkja Rýmið betur undir nafninu Dynheimar eða Lón en það stendur við Hafnarstræti 73 á Akureyri. Síðast var húsnæðið notað undir menningarstöð ungs fólks eða þegar hún fluttist í Brekkuskóla fékk Leikfélag Akureyrar afnot af húsnæðinu.

Það voru Óskar Magnússon, forstjóir TM og Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóir sem undirrituðu samninginn með sérútbúnum tannbursta fyrir sýninguna á Karíusi og Bak´tusi klukkan fjögur í dag. Á sýningunni voru sérstakir boðsgestir ú Árholti á Akureyri sem er dagvistun fyrir 10-16 ára börn með skilgreinda fötlun og krakkar úr leikskólanum Krummafæti á Grenivík.

Með aðstoð TM hefur Leikfélagið fjárfest í ýmsum tækjabúnaði, öflugu sveigjanlegu ljósakerfi og hreyfanlegu palla- og stólakerfi til þess að gera aðstöðuna í Rýminu enn betri. Lokið verður við að koma búnaðinum upp í lok nóvember.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×