Innlent

Ekki við Samfylkingu að sakast

Engin ástæða er til að óttast að skráningar hafi ekki borist kjörstjórn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, að mati Helenar Karlsdóttur, formanns stjórnarinnar. Í fréttum NFS í gærkvöldi gagnrýndi Benedikt Sigurðarson kjörstjórnina harðlega og sagði klúður hafa orðið í rafrænni skráningu nýrra flokksmanna. Helena sagði, í samtali við fréttastofu í dag, að fullyrðingar Benedikts væru rangar. Búið væri að rannsaka málið gaumgæfilega og að klúðrið, sem Benedikt nefnir svo, megi rekja til einstaklinganna sjálfra en ekki til heimasíðu flokksins. Helena segir að frambjóðendum hafi verið boðið að skila inn athugasemdum og nú sé búið að taka tillit til þeirra ábendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×