Innlent

Sex nýir áfangastaðir hjá Iceland Express

MYND/Haraldur Jónasson

Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að fjölga áfangastöðum sínum úr sex í fjórtán en næsta sumar munu þeir bjóða flug til París, Basel, Eindhoven, Billund, Bergen og Ósló. Áfram verður flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Alicante, Berlínar, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborgar og Stokkhólms.

Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir: "Vestur-Evrópa er svæðið sem Íslendingar ferðast mest til auk þess sem fólkið í þessum löndum er mjög móttækilegt fyrir ferðum til Íslands. Okkur hefur gengið það vel að við erum nokkrum árum á undan áætlun að dekka þetta svæði, sem er þó algjörlega nauðsynlegt áður en við stígum næstu skref sem eru innanlandsflug hér heima og ferðir til Ameríku."

Iceland Express bætir einni flugvél í flota sinn til að anna þessari viðbót og verður hálf milljón sæta í boði á leiðum félagsins næsta sumar. Aukning á sætaframboði verður því 20% .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×