Erlent

Deilt um erlent eignarhald

Orkla Media selt Stein Erik Hagen, stjórnarformaður Orkla ASA, á blaðamannafundi í Osló á miðvikudag, þar sem tilkynnt var um söluna til Mecom í Bretlandi.
Orkla Media selt Stein Erik Hagen, stjórnarformaður Orkla ASA, á blaðamannafundi í Osló á miðvikudag, þar sem tilkynnt var um söluna til Mecom í Bretlandi. MYND/nordicphotos/afp

Sala norsku fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media til breska fjölmiðlafyrirtækisins Mecom hefur hrundið af stað umræðu í Noregi um kosti og galla erlends eignarhalds á fjölmiðlum þar í landi.

Kåre Willoch, fyrrverandi leiðtogi Hægriflokksins, skrifaði í Aftenposten að það væri "siðferðislega forkastanlegt" að selja Orkla Media útlendingum. Rök hans fyrir þessari afstöðu eru helst þau, að erlenda eigendur skorti þá samfélagslegu ábyrgðartilfinningu sem eigendur fjölmiðla í Noregi eigi að hafa. Þeirra hagsmunir falli ekki saman við hagsmuni norsks samfélags; hagnaðarsjónarmið ráði ein för.

Uffe Gardel, blaðamaður á Berlingske Tidende - sem Orkla Media keypti meirihlutann í fyrir nokkrum árum - svarar Willoch og sakar hann um tvöfalt siðgæði. Svipaðar áhyggjur og Willoch lýsi hafi orðið vart í Danmörku er hið erlenda, gróðamiðaða fyrirtæki Orkla Media eignaðist fjölmiðla í Danmörku. En reynslan hafi sýnt að slíkar áhyggjur hafi verið ástæðulausar. Hann segir það rétt hjá Willoch að hagnaðarmiðuð fyrirtæki beri einnig samfélagslega ábyrgð. En fyrirtæki, sem gera sér grein fyrir þessu, hvort sem eigandinn er innlendur eða erlendur, séu líklegri en til að skila hagnaði þegar til lengri tíma sé litið en fyrirtæki sem einblína á skammtímagróða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×