Innlent

Þorskkvóti skertur um 15%

Þorskkvótinn í Eystrasalti hefur verið skertur um 15 prósent.
Þorskkvótinn í Eystrasalti hefur verið skertur um 15 prósent. mynd/Þorsteinn G. Kristjánsson

Danir eru óánægðir með þá ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að skerða þorskkvótann í Eystrasalti öllu um 15 prósent á næsta ári vegna veiða umfram kvóta á svæðinu undanfarin ár. Bent hefur verið á að ofveiðin sé aðeins í austurhluta Eystrasalt og ástand stofnsins sé ágætt í vesturhlutanum.

Hans Chr. Schmidt, sjávarútvegsráðherra Dana segir í samtali við Fiskeri Tidende að það sé hlutverk ESB að taka á málum þar sem svindlað sé á kvótum en þær aðgerðir eigi ekki að bitna á þeim sem ekkert hafi af sér brotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×